Ísafjarðarhöfn: 1.710 tonn landað í febrúar

Alls var 1.710 tonnum af fiski og rækju landað í Ísafjarðarhöfn í febrúarmánuði. Flutningaskipið Silver Dania frá Noregi landaði 818 tonnum af erlendri rækju í rækjuverksmiðjuna Kampa. Fiskiskip lönduðu 882 tonnum af fiski og rækju.

Frystitogarinn Júlís Geirmundsson ÍS landaði 183 tonnum af afurðum. Páll Pálsson ÍS landaði 499 tonnum og fór í 7 veiðiferðir í mánuðinum. Þá var Jóhanna Gísladóttir GK með 78 tonn eftir eina veiðiferð á botntrolli.

Þrír rækjubátar komu samtals með 132 tonn. Það voru Valur ÍS, Ásdís ÍS og Halldór Sigurðsson ÍS.

DEILA