Ísafjarðarbær: styrkja þorrablót um 280 þús kr.

Frá Stútung 2020. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að verða vð erindi frá Stútungsnefnd 2023 á Flateyri um styrk að upphæð 279.670 kr. Um er að reikning frá Ísafjarðarbæ fyrir afnot af íþróttahúsinu á Flateyri í 15 klst að upphæð 171 þús kr. , íþróttahúsinu á Ísafirði, svið í 1 dag kr 60 þús kr og leiga á stólum fyrir 48.400 kr. Þorrablótið var haldið 4. febrúar sl.

Bæjarstjóra var falið að ganga frá styrkveitingu í samræmi við fjárhagsáætlun ársins og umræður á fundinum.

DEILA