Endurnýja á lýsingu í íþróttahúsinu á Torfnesi

Íþróttahúsið á Torfnesi.

Ákveðið hefur verið að endurnýja lýsingu í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði.

Um er að ræða að taka niður 163 lampa og setja upp í þeirra stað 81 ásamt nýjum stjórnbúnaði.

Verkið, sem hefur verið boðið út og felur í sér niðurrif og förgun á eldri ljósgjöfum og uppsetningu á nýjum ljósgjöfum ásamt stjórnbúnaði í íþróttasal.

Í sumum tilfellum eru færri lampar settir upp í ljósalínur en teknir eru niður. Verkkaupi útvegar alla lampa en verktaki allt annað efni ásamt vinnulyftu og vinnupöllum.

Verkinu á að vera lokið 12. júlí n.k.

DEILA