Arkitektastofan Sel hefur lagt fram til kynningar hugmyndir að miðbæjarskipulagi fyrir Bolungavík sem nefnist endurnýjuð framtíðarsýn. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri segir að um sé að ræða hugmyndir á vinnslustigi sem eru nú til umræðu innan bæjarkerfisins. Jón Páll segir að hugmyndirnar verði kynntar almenningi á íbúafundum í vor. Hann leggur áherslu á að Bolungavík sé að stækka og breytast og að framundan sé mikið breytingaskeið. Mikil þörf sé á nýbyggingum og íbúafjölgun fyrirsjáanleg. Því sé rétti tíminn til þess að varpa fram róttækum hugmyndum og ræða þær. Í þessum hugmyndum er gert ráð fyrir íbúðabyggingum og fjölgun íbúa á þessu svæði auk atvinnuhúsnæðis eins og hóteli.
Svæðið sem er undir í þessum drögum afmarkast eins og myndin sýnir:



