Almenningssamgöngur: samið við Gerðir-útgerð til þriggja ára

Ráðhús Vesturbyggðar.

Ríkiskaup, fyrir hönd Vesturbyggðar, Tálknafjarðarhrepps, Arnarlax hf. og Héraðssambandsins Hrafnaflóka, óskuðu eftir tilboðum í akstur á milli þéttbýliskjarnanna Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals, með útboði sem birt var 9. janúar 2023. Útboðið var yfir EES viðmiðum og því útboðið því birt öllum á EES svæðinu. Um er að ræða þjónustusamning til þriggja ára.

Útboðið var opnað 16. febrúar og bárust 3 tilboð.

Smá Von ehf – kr. 33.016.500 fyrir hvert ár.
Gerðir-Útgerð – kr. 93.600.000 og Vestfirskar ævintýraferðir ehf – kr. 124.254.000fyrir öll þrjú árin.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur samþykkt að ganga til samninga við Gerðir-útgerð ehf. Fyrri verktaki var Smá Von ehf.

DEILA