Vestfirðir: ásþungi bíla takmarkaður á vegum

Vestfjarðavegur á Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur. Mynd: skipulag.is

Vegagerðin hefur tilkynnt um takmörkun á ásþunga bíla á ýmsum vegum á Vestfjörðum vegna hættu á slitlagsskemmdum. Taka þær gildi í dag, föstudaginn 24. febrúar.

Kl 13 taka gildi 10 tonna ásþungi á Vestfjarðavegi 60 frá hringvegi 1 við Dalsmynni (Bröttubrekku) að Barðastrandarvegi 62 og þaðan frá Barðastrandarvegi 62 og Bíldudalsvegi 63 til Bíldudals. Og loks frá Djúpvegi 61 frá Vestfjarðavegi 60 í Króksfirði allt að Flugvallarvegi 631 Skutulsfirði.

Frá sama tíma verða einnig 10 tonna ásþungstakmörkun á Vestfjarðavegi 60 frá Dynjandavegi 621 að Djúpvegi 61 við Skutulsfjörð, Þingeyrarvegi 622, Flateyrarvegi 64 og Súgandafjarðarvegi 65.

Kl 15 mun taka gildi ásþungatakmörkun við 7 Tonn á Vestfjarðavegi 60 frá 62 Barðastrandarvegi við Flókalund að Dynjandavegi 621 um Dynjandisheiði.

Uppfært kl 11:20. Við bætist samkvæmt nyrri tilkynningu frá Vegagerðinni að ásþungi verður takmarkaður við 10 tonn á Strandavegi 643 frá Djúpvegi 61 og á Drangsnesvegi 645.  Tekur gildi frá 15:00 föstudaginn 24. Febrúar 2023.

DEILA