Þriðjudaginn 14. febrúar voru styrkir úr Þróunarsjóði Flateyrar afhentir með formlegum hætti á samkomu í Gunnukaffi á Flateyri.
Í tilkynningu frá verkefnastjóra á Flateyri kemur fram að alls bárust 25 umsóknir þar sem í heildina var sótt um ríflega 32 miljónir af heildarkostnaði verkefna upp á 50,6 miljónir. Til úthlutunar voru 15 miljónir.
Flestar umsóknir vísuðu með einum eða öðrum hætti til markmiða Flateyrarverkefnisins og niðurstaðna íbúaþings og áherslum í sóknaráætlun Vestfjarða. Af þeim 16 verkefnum sem hlutu styrk má flokka fjögur sem samfélagsverkefni og tólf sem verkefni í atvinnu- og nýsköpun. Reynt var að velja sem fjölbreyttust verkefni og var stuðst við stigagjöf eftir mat á tilteknum þáttum í takt við markmið og áherslur verkefnisins. Mat verkefna tekur mið af íbúasamráði í tengslum við samfélagsverkefni á Flateyri og markmið Sóknaráætlunar Vestfjarða. Umsóknir sem bárust í sjóðinn voru metnar af verkefnisstjórn byggðalagsins, sem skipuð er fulltrúum frá Ísafjarðarbæ, Vestfjarðastofu og hverfaráði Önundarfjarðar.
Verkefni sem hlutu styrk í þetta sinn má sjá hér að neðan.
Heiti verkefnis | Nafn umsækjanda | Upphæð |
Hvítisandur, sjóböð í Holtsfjöru | Runólfur Ágústsson og samstarfsaðilar | 1.300.000 |
Jólagjöf hestsins | Kalksalt ehf | 900.000 |
Brum – Leikfangagerð á Flateyri | Viktor Páll Magnússon | 750.000 |
Samkomuhúsið á Flateyri, ástandskönnun og gerð kostnaðaráætlunar vegna nauðsynlegra endurbóta | Lýðskólinn á Flateyri | 500.000 |
Markaðssetning fyrir Sumardagskrá Vagnsins 2023 | Flateyrarvagninn ehf. | 1.200.000 |
Litlabýli treats-tækjakaup | Litlabýli ehf | 1.100.000 |
Vetrarferðamennska – útbúnaður | Lýðskólinn á Flateyri | 1.300.000 |
Ásýnd þorps: Umhverfisátak | Kvenfélagið Brynja, Flateyri | 600.000 |
Þverárvirkjun í Korpudal | KorpaTech | 650.000 |
Eldsteinn/Firestone | Magnús Gunnar Eggertsson | 500.000 |
Korpudalur Glamúr Camping | KorpaTech | 750.000 |
Ocean Adventure Center | Nicole Sühring | 1.300.000 |
Hamp rækt á Flateyri | Önundur Hafsteinn Pálsson/ Geir Magnússon | 800.000 |
Markaðssetning fyrir opnun Hnappsins | Juraj Hubinák | 800.000 |
Ostatankur fyrir Ostagerðarfélag Önfirðinga | Ostagerðarfélag Önfirðinga | 1.800.000 |
Þriggja þrepa sköpunarferli í vinnu- og sýningarrými | Margeir Haraldsson f.h ÖN | 750.000 |