Tveir Ísfirðingar á heimsmeistarmóti í skíðagöngu

Skíðafélag Ísfirðinga á tvo keppendur á heimsmeistaramótinu í Planica í Slóveníu þá Albert Jónsson og Dag Benediktsson. Albert er uppalinn hjá Skíðafélagi Ísfirðinga en býr nú og æfir í Lillehammer í Noregi. Albert keppir nú á sínu fjórða heimsmeistaramóti. Hann byrjaði mótið af krafti og sigraði í undankeppni í 10 km skaut. Með því hefur Albert tryggt sér keppnisrétt á mótinu en næst á dagskrá hjá honum er 15 km skaut þann 1.mars. Dagur er uppalinn hjá Skíðafélagi Ísfirðinga en hann keppir nú á sínu þriðja heimsmeistaramóti. Dagur tryggði sér keppnisrétt á mótinu með góðum árangri í undankeppninni en hann varð í 5. sæti. Næst á dagskrá hjá honum er sprettganga í dag (23.febrúar) og 15 km skaut þann 1. mars. Á HM er einnig með í för Guðmundur Rafn Kristjánsson (Muggur) frá SFÍ en hann er fararstjóri íslenska hópsins.

DEILA