Sundabakki: vilja losa efni við Pollgötu

Teikning Vegagerðarinnar.

Bæjarráð  tekur jákvætt í tillögur um losun umframefnis innan við Pollgötu og  samþykkir að Vegagerð sæki um leyfi til Umhverfisstofnunar til varps í haf fyrir framkvæmdina. Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja varp umframefnisins í haf við innanverða Pollgötu.

Vegagerðin bendir á þessa lausn í minnisblaði til bæjarráðs og segir að ávinningurinn af losuninni sé tvíþættur, annars vegar er ódýrara að losa efni þarna heldur en í Óshlíðinni og hins vegar munu framtíðar landfyllingar við Pollgötu vera mun ódýrari þar sem botninn væri búinn að taka sig og ekki þyrfti að bygga garða á jafn miklu dýpi.

Efnið yrði losað á svæði þar sem dýpi er 2 til 8 metrar. Vegagerðin telur ekki hættu á að efnið hreyfist mikið eftir losun og berist inn í höfnina.

Um er að ræða 200.000 rúmmetra efnis sem koma upp við dýpkun Sundahafnar.

DEILA