Steingrímsfjarðarheiði lokuð fólksbílum og smærri jeppum

Frá vatnavöxtum á Tálknafirði. Mynd: Landsbjörg.

Vegagerðin tilkynnir á vef sínum að vegurinn í botni Nordals upp úr Staðardal sé lokaður fólksbílum og smærri jeppum vegna vatnavaxta. Vegurinn hefur rofnað þar en vatn flæðir einnig víða yfir veg og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega. Talið er að stærri jeppar og flutningabílar ættu að komast framhjá. Vegfarendur eru beðnir um að fara með gát um svæðið.

Dynjandisheiði er lokuð vegna vatnavaxta. Farið verður af stað í fyrramálið og unnið að opnun.

Í Tálknafirði er vegurinn lokaður við Strandgötu ofan Þórsbergs vegna vatnavaxta.

DEILA