Sjóferðir: skila farþegagjaldi af 7.325 manns

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Fyrirtækið Sjóferðir hefur leiðrétt fyrri skil sín á farþegagjaldi og gefa upp að það hafi flutt 6.753 fullorðna og 572 börn eða samtals 7.325 farþega á tímabilinu maí til september síðasta ári. Áður hafði verið gefið upp að farþegafjöldinn hafi verið 4.940. Fjöldinn eykst um 2.385 eða um 48% og tekjur hafnarinnar aukast um 450 þúsund krónur.

Farþegagjald er innheimt með heimild í hafnalögum og er til þess að straum af kostnaði við uppbyggingu í höfn á aðstöðu og búnaði fyrir farþega, sem og kostnaði við rekstur og viðhald. Greitt er af öllum farþegum sem koma með skipum Sjóferða í höfn á Ísafirði.

Framkvæmdastjóri Sjóferða upplýsti í september síðastliðnum að fyrirtækið hefði þá flutt rétt um 15.000 farþega á árinu.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri segir aðspurð að „Við höfum ekki forsendur til að draga farþegatölurnar í efa og höfum til þessa treyst ferðaþjónustuaðilum til að standa skil á réttum tölum.“

DEILA