Ríkisskattstjóri krefst skipta á 870 félögum

Í auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu krefst Ríkisskattstjóri skipta á 870 félögum fyrir héraðsdómi en umrædd félög eru sögð ekki hafa sinnt skráningarskyldu sinni þegar kemur að raunverulegum eigendum.

Í byrjun janúar var skorað á 1.165 félög að skrá raunverulega eigendur og virðist því sem nærri 300 félög hafi bætt úr skráningunni. Verður innlánsreikningum, greiðslureikningum og vörslureikningum, hverju nafni sem nefnast, í eigu eftirtalinna félaga læst að kröfu Ríkisskattstjóra. Þá sé þeim óheimilt að ráðstafa eignum og réttindum sínum eða stofna til skuldbindinga á sér nema telja megi ráðstöfun nauðsynlega til að forða þeim eða kröfuhöfum þeirra frá verulegu tjóni enda veiti ríkisskattstjóri þá fyrirframheimild til ráðstöfunar hverju sinni.

Meðal félaganna 870 eru þessi:

Gjöf Jóns Sigurðssonar

Búnaðarfélag Mýrahrepps

B-listinn í Norðvesturkjördæmi

Verkalýðs/sjómannafél Barðastrandarsýslu

Fjölmenningarfélagið á Vestfjörðum

Björt framtíð Ísafjarðarbæ

Samtök um kvennalista,Vestfjörðum

Búnaðarfélag Reykhólahrepps

Íþróttafélagið Reynir Hnífsdal

Myndlistarfélagið Ísafirði

Samkomuhús Súðavíkur

Veraldarvinir á Vestfjörðum

Minningarsjóður Flateyrar

Ísfirðingur,landsmálablað

Jafnaðarmannafélag Ísafjarðarbæ

Vestfirðingur,landsmálablað

Vörubílstjórafélag Ísafjarðar