Ríkisskattstjóri krefst skipta á 870 félögum

Gjöf Jóns Sigurðssonar var stofnaður samkvæmt erfðaskrá Ingibjargar Einarsdóttur, ekkju Jóns Sigurðssonar forseta. Alþingi samþykkti reglur um sjóðinn 24. ágúst 1881, og voru þær staðfestar af konungi 27. apríl 1882. Sjóðurinn er vistaður í Stjórnarráðinu.

Í auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu krefst Ríkisskattstjóri skipta á 870 félögum fyrir héraðsdómi en umrædd félög eru sögð ekki hafa sinnt skráningarskyldu sinni þegar kemur að raunverulegum eigendum.

Í byrjun janúar var skorað á 1.165 félög að skrá raunverulega eigendur og virðist því sem nærri 300 félög hafi bætt úr skráningunni. Verður innlánsreikningum, greiðslureikningum og vörslureikningum, hverju nafni sem nefnast, í eigu eftirtalinna félaga læst að kröfu Ríkisskattstjóra. Þá sé þeim óheimilt að ráðstafa eignum og réttindum sínum eða stofna til skuldbindinga á sér nema telja megi ráðstöfun nauðsynlega til að forða þeim eða kröfuhöfum þeirra frá verulegu tjóni enda veiti ríkisskattstjóri þá fyrirframheimild til ráðstöfunar hverju sinni.

Meðal félaganna 870 eru þessi:

Gjöf Jóns Sigurðssonar

Búnaðarfélag Mýrahrepps

B-listinn í Norðvesturkjördæmi

Verkalýðs/sjómannafél Barðastrandarsýslu

Fjölmenningarfélagið á Vestfjörðum

Björt framtíð Ísafjarðarbæ

Samtök um kvennalista,Vestfjörðum

Búnaðarfélag Reykhólahrepps

Íþróttafélagið Reynir Hnífsdal

Myndlistarfélagið Ísafirði

Samkomuhús Súðavíkur

Veraldarvinir á Vestfjörðum

Minningarsjóður Flateyrar

Ísfirðingur,landsmálablað

Jafnaðarmannafélag Ísafjarðarbæ

Vestfirðingur,landsmálablað

Vörubílstjórafélag Ísafjarðar

DEILA