Patreksfjörður: skorað á stjórnvöld að auka fjárframlög til ofanflóðavarna

Og hvað heitir gilið?

Bæjarráð Vesturbyggðar skorar á á stjórnvöld að auka fjárframlög til ofanflóðavarna og að allt sé gert til þess að draga úr ofanflóðahættu á byggðir og fjölfarna vegi innan sveitarfélagsins. Í bókun bæjarráðs segir að mikilvægt er, að hafnar verði framkvæmdir til að draga úr hættu ofanflóðanna fyrir íbúa þegar í stað. Bæjarráð óskar eftir fundi með Ofan-flóðasjóði, ráðherra umhverfis-, orku- og loflagsráðherra, innviðaráðherra og forsætisráðherra.

Bæjarráði Vesturbyggðar þykir mikil mildi að ekki hafi farið verr í flóðunum sem féllu í sveitarfélaginu fimmtudaginn 26. janúar sl. þar sem farvegur flóðanna var í gegnum þorpin og við aðkomuna inn á Patreksfjörð þar sem m.a skólabíll átti leið hjá fyrr um morguninn.

Fram kemur í vettvangsskýrslu um krapaflóðin úr Geirseyrargili á Patreksfirði 26. janúar sl., sem gefin er út af Veðurstofu Íslands að upptökin reyndust vera í um 162 m h.y.s. neðan við lágan foss. Rúmmál hlaupsins er metið 2000 – 3000 rúmmetrar. Til samanburðar er talið að krapahlaupið 22. janúar 1983 hafi verið um 30 þús. m3 , þ.e. um tíu sinnum stærra en hlaupið nú. Það hlaup átti aðalupptök í gilkjaftinum í um 100 m hæð.

Fossinn þar sem upptök flóðsins voru.

DEILA