Óvissustig Almannavarna vegna veðurs

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Vesturlandi,  Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra lýsti nú í kvöld yfir óvissustigi Almannavarna i fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem framundan er. 

Enn einu sinni ætlar lægð að heimsækja okkur hér á Íslandi og henni fylgja appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar. Sú fyrsta tekur gildi í klukkan 13:00 á  morgun, laugardaginn 11. febrúar og sú síðasta fellur úr gildi aðfararnótt sunnudagsins – sjá www.vedur.is/vidvaranir

Samhæfingarstöð Almannavarna verður virkuð klukkan 12:00 á morgun.

Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferðinni að óþörfu á því svæði þar sem veðrið er verst.  Miklar líkur eru á að veðrið muni hafa áhrif á samgöngur og líkur eru á fokstjóni og því er fólk beðið um að ganga frá lausum munum.

Varasamt verður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni og nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón.  Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Inn á www.umferdin.is er hægt að fylgjast með rauntímaupplýsingum um færð á vegum og inn á www.vedur.is er eins og alltaf hægt að fylgjast með veðrinu.

DEILA