Mjólkárhöfn: kostnaðaráætlun 429 m.kr. með vsk

Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar um svonefnda Mjólkárhöfn hljóðar upp á 429 m.kr. Þar af eru 84,5 m.kr. virðisaukaskattur.

Höfnin er hugsuð sem þjónustuhöfn fyrir laxeldið í Arnarfirði og hefur forstjóri Arnarlax átt fund með bæjarstjóranum á Ísafirði um málið.

Í minnisblaði Vegagerðarinnar segir að um sé að ræða gerð hafnaraðstöðu Borgarfirði í Arnarfirði fyrir þjónustubáta Arnarlax með bryggjum og grjótgörðum.
Gert er ráð fyrir plássi fyrir tvo 12×24 m báta og þrjá 10×15 m báta. Djúprista stærri bátana er um 3,5 m og minni 2,0 m.
Trébryggjan er 50 m og verður hönnuð fyrir 2 t/ m2 notálag. Harðviðarbryggja. Flotbryggjan er 20m x 4m.
Gert er ráð fyrir tveimur grjótgörðum einum 75 m og einum 200 m. Gert er ráð fyrir að efni í garðinn komi úr Vegagerð á Dynjandisheiði. Kennistærðir: Dýpi við kant 4,1 m, dýpi í innsiglingu 4,6 m, breidd innsiglingu 36 m.
Miðað er við að dýpkun efni verði nýtt undir grjótgarðana.

Kostnaður við flotbryggju er áætlaður 25 m. kr. og við 50 m trébryggju 125 m.kr. Dýpkun er talin kosta 30 m.kr. og í grjótgarða er áætlað 155 m.kr. Í Undirbúningur skipulag, rannsóknir, hönnun og eftirlit er áætlað 25 m.kr. og loks er bætt við 20% í ófyrirséð.

Afstaða bæjarráðs Ísafjarðarbæjar er að miðað við þær forsendur sem liggja fyrir í málinu sér bæjarráð ekki að Ísafjarðarbæ sé fært að taka þátt í verkefninu að svo stöddu.

DEILA