Karfan: Í æfingahóp yngri landsliða

Hjálmar Helgi Jakobsson , Vestra hefur verið valinn í áframhaldandi æfingahóp yngri landsliða, U16, drengja sem tilkynntur var á miðvikudaginn. Mun hann ásamt öðrum í hópnum vera í áframhaldandi úrtaksæfingum sem framundan eru í febrúar. Valið var í yngri landslið U15, U16 og U18 drengja og stúlkna fyrir sumarið 2023.

Liðin komu saman til æfinga fyrst um jólin í stærri hópum. Liðin æfa næst saman helgina 17.-19. febrúar og í kjölfarið eftir æfingar í byrjun mars verða loka 16 manna U16 og U18 liða hópar og 20 manna lokahópar U15 liða valdir fyrir verkefni sumarsins.

Framundan í sumar eru fjölmörg skemmtileg og spennandi verkefni hjá íslensku liðinum. U15 liðin fara til Finnlands í æfingabúðir og leika vináttulandsleiki gegn Finnum í byrjun ágúst. U16 og U18 liðin taka þátt á NM 2023 með Norðurlöndunum og fara einnig á EM yngri liða hvert um sig. Þá eru U20 ára liðin á leið á EM einnig og í fyrsta sinn í langan tíma á NM einnig fyrr í sumar.

DEILA