Ísafjörður: vatnsflóð við sjúkrahúsið

Vatnselgurinn utan sjúkrahússins.

Mikið vatnsflóð hefur verið við sjúkrahúsið á Ísafirði í dag og var kallað á slökkviliðið til þess að dæla vatni frá jarðhæð hússins. Var vatninu dælt út á götuna og myndaðist þar mikill vatnselgur alveg að hringtorginu. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sagði í samtlai við Bæjarins besta talsvert mikið vatn hafi verið komið í kjallara hússins en tekist hefði að verja rafmagnstöfluna. Með dælu stofnunarinnar hefði vatn verið dælt upp úr kjallaranum og svo þaðan áfram með dælum slökkviliðsins út a götu.

Tíðindamaður Bæjarins besta var á ferðinni og tók myndir af aðstæðum á og við sjúkrahúsið.

Slökkviliðið að störfum.
Vatn við kjallara hússins.

DEILA