Ísafjörður: úthlutað raðhúsalóð

Afstöðumynd af Bræðratungu 2 - 10 Ísafirði.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að úthluta raðhúsalóðinni Bræðratungu 2 – 10 til Landsbyggðarhúsa ehf. en fyrirtækið er í samstarfi við leigufélagið Bríeti.

Nefndin bendir á að breyta þarf deiliskipulagi til að aðlaga hugmyndir framkvæmdaaðila að skipulagi á framkvæmda-svæði.

Á sama fundi var Elíasi Guðmundssyni f.h. Nostalglíu ehf úthlutað lóðinni Eyrargötu 11 Suðureyri.

Eyrargata 11 Suðureyri.

Báðar úthlutanir fara fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu.

DEILA