Ísafjörður: framkvæmdir við stúdentagarða fjármagnaðar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar veitti á fimmtudaginn Stúdentagörðum Háskólaseturs Vestfjarða hses. leyfi til að veðsetja lóðina að Fjarðarstræti 20, Ísafirði, ásamt þeim 40 almennu íbúðum sem þar munu koma til með að standa, með 1. veðrétti fyrir tryggingabréfi, dags. 1. febrúar 2023, að fjárhæð kr. 720.000.000, óverðtryggt til tryggingar á sérgreindri skuld skv. viðskiptasamningi, en kröfuhafi er Landsbankinn hf.

Framkvæmdakostnaður er hartnærri einn milljarður króna. Ríkið leggur til 41% og sveitarfélagið 12%. Eftirstöðvar eru lánaðar til langs tíma og útleiga stúdentaíbúðanna stendur undir greiðslum af láninu.

Stefnt er að því að steypu sökkla og botnplötu verði lokið í mars.

DEILA