Ísafjarðarbær: Eyri verði stækkað og púttvöllurinn áfram

Mynd úr greinargerð Framkvæmdasýslu ríkisins.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fimmtudaginn tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um að bæjarstjórn samþykki valkost 3a vegna stækkunar á hjúkrunarheimilinu Eyri, auk þess sem lögð verði áhersla á að púttvöllur verði nýtanlegur að hluta á meðan á framkvæmdum stendur og uppbyggingu hans verði lokið samhliða framkvæmdum við nýja álmu.

Bæjarstjórnin samþykkti sérstaka bókun um málið svohljóðandi:

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir bókun skipulags- og mannvirkjanefndar um að púttvöllur við Eyri verði nýtanlegur að hluta á meðan á framkvæmdum við stækkun á Eyri stendur og að uppbyggingu vallarins verði lokið samhliða framkvæmdum við nýja álmu. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að gera samkomulag við Félag eldriborgara á Ísafirði og nágrenni og Kubb, íþróttafélag eldri borgara um endurgerð og nýja legu púttvallarins á Torfnesi.

DEILA