Íbúafjölgun: fjölgar um 17 á Vestfjörðum

Drangsnes. Mynd: Sturla Páll Sturluson.

Þjóðskrá hefur birt tölur um íbúafjölda í einstökum sveitarfélögum miðað við 1. febrúar og breytingar sem hafa orðið frá 1. desember 2022. Fram kemur að mest hlutfallsleg fjölgun á þessum tveimur mánuðum varð í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Þar fjölgaði um 7 íbúa sem gerir 6,2% fjölgun.

Vestfirðir: 7.387 og fjölgar um 17

Íbúum á Vestfjörðum fjölgaði um 17 þessa tvo mánuði og voru þeir 7.387 þann 1. febrúar. Mest fjölgaði í Kaldrananeshreppi, sem fyrr segir, og í Bolungavík, um 7 í hvoru sveitarfélagi. Fjölgun varð í Vesturbyggð um 6 og í Súðavík fjölgaði um 4. Í sjö sveitarfélögum á Vestfjörðum varð fjölgun. Bolungavík náði ekki 1.000 íbúa markinu í síðasta mánuði eins og vonast var eftir og eru íbúarnir nú 996.

Fækkun varð í Ísafjarðarbæ um 8 og um 2 í Tálknafirði.

DEILA