Hnífsdalur: 70 ár síðan barnaskólinn fauk af grunni

Hér er mynd frá því hópurinn hittist árið 2003 þegar 50 ár voru liðin frá atburðunum.

Í dag eru rétt 70 ár liðin síðan sá einstæði atburður varð að barnaskólinn í Hnífsdal fauk af grunni í heilu lagi. Í skólanum voru þá 35-40 nemendur, skólastjóri og kennari. Fimm slösuðust illa, fjögur börn og skólastjórinn. Um kl níu um morguninn skall hvirfisvindur á skólahúsið og brotnuðu allar rúður á suðurgafli og húsið lyftist af grunninum. Segir í frásögn af atburðinum í Tímanum að húsið hafi tvístrast og gereyðilagst. Kennslustund stóð yfir og voru öll börnin inn í stofu og er það talið hafa afstýrt því að verr hafi farið.

Í gær hittust „fokbörnin“ og minntust tímamótanna. Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir tók mynd af þeim, en faðir hennar var í skólanum, auk tveggja systkina hans og föður þeirra.

Hér eru „fokbörnin“ sem mættu í gær. Á myndinni eru á efri röð frá vinstri: Kristján Kristjánsson, Sigrún Vernharðsdóttir, Elenóra Ásgeirsdóttir, Halldór Ásgeirsson, Sigríður Þórðardóttir og Jósef Vernharðsson. Í neðri röð frá vinstri eru Kristján Friðbjörnsson, Grétar Þórðarson og Ósk Hannesdóttir.

Tenglar á blaðagreinar:

https://timarit.is/page/1093920?iabr=on…

https://timarit.is/page/1288432?iabr=on…

https://timarit.is/page/1017684?iabr=on…

DEILA