Bruninn í Tálknafirði: enginn slasaðist illa en stóð tæpt að illa færi

„Við erum ánægð og glöð yfir því að enginn slasaðist illa. En það var tæpt að færi illa. Starfsmenn höfðu lítinn tíma til þess að komast út“ segir Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish í gærkvöldi þegar hann var að koma til Ísafjarðar frá vettvangi á Tálknafirði.

Hann sagði að það væri frábært að slökkviliðinu hefði getað varið hin húsin. Það þýddi að starfsemi geti haldið áfram og að fiskurinn er við góða heilsu.

Að sögn Daníels er vatnshreinsihluti mannvirkjanna mjög illa farinn stálvirki, steypa og tækjahús. Töluvert af tækjum var komið í hús og eru skemmd. Það ætti eftir að meta sjálf eldiskörin og ekki væri vitað hvernig ástand væri á lögnum undir kerjunum. Stálbitar virtust vera nothæfir.

Daníel sagði að það næðist að setja allan fisk í sjó á árinu sem til stóð.

Aðsendar myndir frá eldsvoðanum í gær.

DEILA