Bolungavík: leikskólinn fékk frábæra gjöf

Frá afhendingu gjafarinnar. Mynd: Bolungarvik.is

Nokkrir foreldrar í Bolungavík tóku sig til og söfnuðu fyrir gönguskíðum. Einstaklingar og fyrirtæki í bænum styrktu framtakið og tók elsti árgangur leikskólans við gönguskíðunum á fimmtudaginn fyrir hönd hans. Gefin voru 12 gönguskíði og 12 skópör, einnig voru gefin tvenn kennrara skíði og skór.

Greint er frá þessu á vefsíðu Bolungavíkurkaupstaðar.

„Við á leikskólanum þökkum kærlega fyrir þetta framtak foreldra og hlökkum til þess að byrja að æfa okkur og til skemmtilegra stunda á gönguskíðum.“

DEILA