Bolungavík: 980 tonna afli í janúar

Frá Bolungavíkurhöfn. Mynd: Bolungavíkurhöfn.

Í Bolungavíkurhöfn bárust 980 tonn að landi í síðasta mánuði. Togarinn Sirrý ÍS fékk nærri 600 tonn í 7 veiðiferðum. Dragnótabátarnir Ásdís ÍS og Þorlákur ÍS lönduðu 24 tonnum og 45 tonnum hvor um sig.

Þrír línubátar voru á veiðum í mánuðinum. Fríða Dagmar ÍS fór 13 róðra og landaði 115 tonnum, Jónína Brynja ÍS fór 15 róðra og aflaði 158 tonn. Loks var Indriði Kristins BA með 46 tonn í 3 róðrum.

DEILA