50 ár síðan skuttogarinn Páll Pálsson ÍS-102 kom til Ísafjarðar

Skuttogarinn Páll Pálsson ÍS hin fimmti í röðinni með þetta nafn. Mynd: Hrafðfrystihúsið Gunnvör.

Í dag eru rétt 50 ár síðar skuttogarinn Páll Pálsson ÍS kom til hafnar á Ísafirði. Skipið var smíðað í Japan og var það fimmta sem bar þetta nafn.

Í samantekt um sögu skipsnafnsins sem Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússis Gunnvör sendi Bæjarins besta kemur fram að fyrsti báturinn, sem bar nafnið Páll Pálsson hljóp af stokkunum í Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar á Ísafirði þann 3. ágúst 1939. Var hann 15 smálestir að stærð, smíðaður úr eik og hinn vandaðasti með 45-50 hestafla Ideal mótor.

Á aðalfundi Hraðfrystihússins hf. í árslok 1971 greindi Jóakim Pálsson frá því að keyptur yrði 500 tonna skuttogari frá Japan í gegnum Asíufélagið og verð hans væri áætlað 102,5 milljónir króna og Miðfell hf. kaupandinn, en Hraðfrystihúsið var langstærsti eigandi þess. Ákveðið var að Guðrún Guðleifsdóttir yrði seld og var hún afhent nýjum eigendum á Suðureyri 1. október 1972.

Skipin og bátarnir, sem alls eru orðin sex, bera nafn Páls Pálssonar í Heimabæ í Hnífsdal föður eigandans og skipstjórans. Hann var fæddur árið 1883 og byrjaði strax eftir fermingu að stunda sjó með föður sínum, varð útgerðarmaður 22 ára að aldri og stundaði sjóinn til ársins 1941. Páll lést árið 1975 tæplega 92 ára gamall.

Tildrögin að samningum um skuttogarann Pál Pálsson ÍS eru þau samkvæmt samantekt Kristjáns Pálssonar að á árinu 1969 fóru útgerðarfélög hér að huga kaup á skuttogurum. Asíufélagið í Reykjavík var í sambandi við Japan, hvort þeir gætu smíðað 500 tonna skuttogara fyrir Íslendinga. Við kynningu varð mikill áhugi hjá útgerðarfélögum að fara í viðræður um þessi kaup frá Japan. Náðust samningar1972 um smíði 10 stk. 500 tonna skuttogara.

Áttu 6 stk að smíðast í skipasmíðastöð í Muroran á Hokkaido  nyrstu eyju Japans og 4 stk  í skipasmíðastöð í Niigata vestur af Tokyo. Dregið var um togarana hjá útgerðarfélögunum, og kom togari nr.2 í hlut Hraðfrystihússins í Hnífsdal en nr. 1 í hlut útgerðarfélags í Vestmannaeyjum og að báðir yrðu smíðaðir í Muroran.  Átti að afhenda Vestmannaey VE-54 31. des 1972 og Pál Pálsson ÍS-102 mánuði síðar. Var afhendingartímanum flýtt um mánuð á Páli Pálssyni, þannig að togararnir gætu fylgst saman á heimsiglingunni. Siglt var af stað kl. 18.00. 31.desember 1972.

Áhöfnin á Páli:

Guðjón Arnar Kristjánsson skipstjóri.

Aðalbjörn Jóakimsson  1.stýrimaður

Bernhard Överby  2.stýrimaður

Kristján Pálsson  1. Vélstjóri

Einar G Gunnarsson 2. Vélstjóri

Jóakim Hjartarson 3. Vélstjóri

Leifur Pálsson  Kokkur

Grímur Jónsson Loftskeytamaður.

Ferðalagið:  Guðjón og Kristján flugu út í lok nóvember 1972 til New York, stoppað 1 dag. Flogið í 16 klst til Tokyo og stoppað þar í 4 daga, flogið til Sapporo, og þaðan í bíl í 6 klst til Muroran á Hokkaido. Aðrir af áhöfninni fóru 10 dögum seinna.

Siglingin heim:    Farið frá Muroran  kl. 18.00 31.des 1972, Páll Pálsson, og Vestmannaey.  Siglt í 6 daga til Honolulu á Hawaií, stoppað þar í 2 daga.

Þaðan siglt suður að Panamaskurðinum, tók 12 klst að fara yfir hann að hafnarborg Caribbeansean og stoppað þar í 24.klst.

Siglt þaðan meðfram Cúbu og út á Atlandshafið til Bermuda og stoppað þar í 2 daga.  Komið til Ísafjarðar að morgni 23. Febrúar 1973.

Japanssmíðaði Skuttogarinn Páll Pálsson ÍS-102 hefur verið happaskip allatíð í 47 ár í rekstri hjá HG. Nýr skuttogari Páll Pálsson ÍS-102 kom þá smíðaður í Kína og leysti þann gamla af.

Mynd: Hraðfrystihúsið Gunnvör.

DEILA