Vilborg fékk fálkaorðuna

Vilborg Arnarsdóttir. Mynd: Raggagarður.

Sesselja Vilborg Arnarsdóttir verslunarstjóri var í dag sæmd riddarakrossi fyrir sjálfboðastörf við uppbyggingu fjölskyldugarðs í heimabyggð. Um er að ræða Raggagarð í Súðavík. Alls fengu 14 manns orðuna að þessu sinni.

Vilborg fór yfir sögu framkvæmda við garðinn í færslu á Facebook í gær. Þar segir hún að frá upphafi framkvæmda árið 2004 sé búið að framkvæma fyrir alls 49.731.271 kr. Það sem er greitt fyrir. Hins vegar hafa margir gefið efni og vinnu sem er ekki skráð nema í greinargerðum Raggagarðs. Því megi ætla að búið sé að kaupa og framkvæma í Raggagarði fyrir um 55 millj kr. Skráðar eru 5.229 vinnustundir sjálfboðaliða frá upphafi.

DEILA