Vesturbyggð: aðeins 2 fundir í bæjarráði á 2 mánuðum

Ráðhús Vesturbyggðar.

Aðeins hafa verið haldnir 2 fundir í bæjarráði Vesturbyggðar síðustu 2 mánuði. Fundur var 17. nóvember og 12. desember 2022 og svo ekki fyrr en 17. janúar 2023. Bæjarráð skal að jafnaði halda fund tvisvar sinnum í mánuði.

Á fundi bæjarráðs í vikunni var samþykkt umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2023 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 320 millj.kr. Lántakan er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2023 og er tekið til að endurfjármagna hluta afborgana lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2023 og til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2023.

Var lántökunni vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

DEILA