Vestfirðingurinn Saga Matthildur í Idol keppni kvöldsins

Í kvöld fara fram átta manna úrslit í Idol stjörnuleit keppninni sem er sýnd á Stöð 2. Um er að ræða útsláttarkeppni og fellur einn keppandi úr leik í hverjum þætti hér eftir. Þátturinn í kvöld verður í beinni útsendingu frá Idol höllinni í Gufunesi.

Meðal þeirra átta sem hafa komist í gegnum undankeppninni er Vestfirðingurinn Saga Matthildur Árnadóttir. Hún ólst upp fyrstu árin í Bolungavík. Móðir hennar er Bolvíkingurinn Una Guðrún Einarsdóttir. Foreldrar hennar eru Guðríður Guðmundsdóttir frá Hrauni á Ingjaldssandi og Einar Guðmundsson í Bolungavík.

Í viðtali á visir.is segist Saga hafa verið svolítið stressuð fyrir kvöldið en sé farin að verða spennt með æfingunum. Hún ætli að breyta aðeins til með laginu sem hún flytur í kvöld, sem sé ólíkt því sem hún hafi áður gert.

DEILA