Verkvest: ný stjórn fyrir sjómannadeild

Ný deildarstjórn Sjómannadeildar Verkalýðsfélags Vestfirðinga kosin var kosin til tveggja ára á aðalfundi deildarinnar sem haldinn var 2. jóladag. Stjórn deildarinnar skipa:Formaður: Sævar Gestsson

Varaformaður: Grétar Þór Magnússon

Meðstjórnandi: Hörður Snorrason

Varamaður: Ómar Sigurðsson

Varamaður: Jón B. Hermannsson

Úr stjórn gengu Höskuldur Gunnarsson og Ólafur Kr. Skúlason.

Hlutverk stjórnar sjómannadeildar Verk Vest er að vinna að hagsmunamálum sjómanna í víðu samhengi, þar með talið kjarasamningum og öðrum sérhagsmunamálum stéttarinnar. 

DEILA