Veginum um Súðavíkur og Kirkjubólshlíð lokað kl.20:00 í kvöld.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að af öryggisástæðum verður veginum á milli Ísafjarðar og Súðavíkur lokað í kvöld.

Þar er aukin snjóflóðahætta og ekki ráðlegt að vegurinn sé opinn fyrir almennri umferð í kvöld eftir að vegaþjónustu Vegagerðarinnar lýkur. Athugað verður með opnun á morgun.

Nánari upplýsingar um það verður hægt að afla í upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777, eða á heimasíðu hennar.

Flestir fjallvegir á Vestfjörðum eru lokaðir vegna hvassviðris og ofankomu. Vegfarendur eru hvattir til að athuga með veður og færð áður en lagt er af stað milli byggðakjarna.

Varðskipið Þór verður viðbragðsaðilum til halds og trausts á Dýrafirði meðan veðrið gengur yfir.