Vegagerð: minnkandi tekjur og vaxandi útgjöld

Sláandi er að tekjur pr bíl hafa minnkað um nærri 30% síðasta áratuginn skv. glærum fyrirlesarans.

Í erindi Stefaníu Kolbrúnu Ásbjörnsdóttur, hagfræðings hjá Samtökum atvinnulífsins um fjármögnun vegakerfisins sem flutt var á Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í gær kom fram að meira fjármagni er árlega varið til vegamála en nemur tekjum af umferð. Hafa útgjöldin farið vaxandi síðustu 11 árin , frá 2011 til 2021,frá 30 milljörðum króna upp í 52 milljarða króna. Tekjurnar hafa hins vegar ekki þróast á sama veg. Árið 2011 voru tekjurnar 40 milljarðar króna og uxu upp i 53 milljarða árið 2018. Frá þeim tíma hafa tekjurnar minnkað og voru aðeins 39 milljarðar króna árið 2021.

Munurinn síðasta árið í samanburðinum var kominn í 13 milljarða króna sem útgjöldin voru umfram tekjur. Einkum er það tekjufallið frá 2018 sem veldur þessari stöðu, en tekjurnar lækka úr 53 milljörðum króna niður í 39 milljarða króna. Útgjöldin hafa ekki vaxið frá 2018 heldur eru á bilinu 47 – 55 milljarða króna.

Þarf nýjar tekjustofna

Það er niðurstaða Stefaníu Kolbrúnu Ásbjörnsdóttur, hagfræðings SA að taka þurfi fjármögnun vegakerfisins til gagngerrar endurskoðunar. Þar bendir hún á nokkra möguleika svo sem kílómetragjald, árgjald, tolla og flýtigjöld en segir málið vera pólitískt úrlausnarefni.

DEILA