Veðurviðvörun á sunnanverðum Vestfjörðum

Vindaspá Vegagerðarinnar kl 8 í fyrramálið.

Vegagerðin hefur sent frá sér veðurviðvörun vegna veðurs í kvöld, nótt og í fyrramálið. Nær viðvörunin einkum til landsins sunnan og vestanvert.

Á sunnanverðum Vestfjörðum segir að verði talsverð snjókoma í nótt og vindur og geta fjallvegir orðið ófærir í fyrramálið. Fer að ganga niður er dregur að hádegi og fer að rigna.

Þá segir um Bröttubrekku og Holtavörðuheiði að búast megi við slæmu ferðaveðri jafnvel óveðri í fyrramálið með skafrenning/snjókomu og svo rigningu.

DEILA