Uppskrift vikunnar – Létta súpan

Alltaf gott að fá góða súpu, þessi er orðin algjört uppáhald hjá mér og um að gera eins og með allar súpur að leika sér með hráefni, sleppa, bæta við og bara nota það sem til er.

Hráefni:

4 kjúklingabringur, skornar í bita og steiktar

3 paprikur, helst ein í hverjum lit (gul/appelsínugul, rauð og græn)

1 laukur, saxaður

1 púrrulaukur, skorinn í sneiðar

3 pressuð hvítlauksrif

1 msk sterkt krydd eftir smekk

1 líter vatn

4 kjúklingateningar

5 dl matreiðslurjómi

1 askja rjómaostur (400 g)

1 flaska chilli sósa

2-4 msk sweet chilli sósa

Aðferð:

Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið. Leggið til hliðar.

Skerið grænmetið niður og steikið með kryddinu í rúmgóðum potti. Bætið öllu öðru hráefni í pottinn fyrir utan kjúklinginn og látið sjóða við vægan hita í 30 mínútur. Smakkið til. Bætið kjúklingnum í pottinn og látið sjóða í nokkrar mínútur til viðbótar.

Berið súpuna fram með góðu brauði.

Verði ykkur að góðu!

Halla Lúthersdóttir.

DEILA