Tónlist: Freyr Rögnvaldsson gerir það gott

Sænsk-íslenski tónlistarmaðurinn Freyr Flodgren Rögnvaldsson er gera það gott í tónlistarbransanum. Freyr er sonur Rögnvaldar Ingþórssonar sem stundaði skíðabraut á Menntaskóla Ísafjarðar 1984-88 og var Dúx Menntaskólans 1988 og vann sér til frægðar að taka þátt í Ólympíuleikunum 1992 og 1994 með Daníel Jakobssyn).

Freyr er búinn að vera á samningi í 3 ár hjá Kanadísku útgáfufyrirtækinu Nettwerk Music Group Inc. sem meðal annars sér um útgáfu á efni frá Passenger och SYML. Hann gaf út stuttskífuna ”I´m Sorry” í Júli 2020 og breiðskífuna ”Nicotine Bunker” 2021. Nokkur af lögunum voru talsvert spiluð í útvarpinu á Íslandi, meðal annars ”Ride the Stream”. Lagið ”Over My Head” endaði á hljóðrásinni á Netflix seríunni Atypical (season 4) og það örvaði spilun á lögunum hans Freys á seinni hluta 2022. Spilun á Spotify fór úr 18.000 í 265.000 á 4-5 mánuðum.

13 janúar 2023 gaf svo Freyr út fyrsta ”singúllinn” af komandi breiðskífu. Það heitir ”Abandoned Places” og með fylgir tónlistarmyndband sem í skrifandi stund hefur spilast +6000 sinnum á YouTube. Planið er að gefa út nýtt lag á 4 vikna fresti héðan eftir. 

Hérna er tengill á YouTube: https://youtu.be/QJMB1N94lSg

Tengill á heimasíðu Freys  https://freyrmusic.net/freyr-flodgren/

DEILA