Þjónustubáturinn Kofri kominn til Súðavíkur

Kofri ÍS siglir inn í Súðavíkurhöfn. Mynd: Gauti Geirsson.

Kofri ÍS þjónustubátur Háafells fyrir fiskeldið í Vigurál var að koma til heimahafnar í Súðavík. Bátnum var siglt frá Reykjavíkurhöfn og lagði hann af stað í gær. Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri Háafells sagði að báturinn hafi reynst vel og að siglingin hafi gegið mjög vel, ganghraðinn var um 10 mílur á klst. Kofri ÍS er skráður í Súðavík og á honum vinna sjómenn sem búsettir eru við Djúp. Að sögn Gauta fer Kofri inn í Vigurál strax á laugardaginn til vinnu við fiskeldið þar.

Laugardaginn 28. jnúar verður Kofri til sýnis fyrir almenning í Súðavíkurhöfn.

Kostnaður við þjónustubátinn er um 250 m.kr. hingað kominn, en hann var smíðaður í Færeyjum.

DEILA