Þál um öruggt farsímasamband á þjóðvegum: takmarkað farsímasamband á Raknadalshlíðinni

Staparnir á Raknadalshlíð. Mynd: Rannveig Haraldsdóttir.

Einn umsagnaraðili af tíu sendi inn umsögn um þingsályktunartillögu um öruggt farsíðasamband á þjóðvegum sem liggur fyrir Alþingi.

Í tillögunni er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra falið að tryggja örugga farnetsþjónustu á þjóðvegum landsins. Við endurnýjun og úthlutun tíðniréttinda verði leitast við að ná samkomulagi við fjarskiptafyrirtæki um uppbyggingu, rekstur og viðhald á fjarskiptainnviðum sem tryggi öruggt farsímasamband á þjóðvegum. 

Í rökstuðningi fyrir tillögunni segja flutningsmenn að það sé ekki nóg að byggja upp vegakerfi heldur þurfi líka að tryggja fjarskipti á vegum landsins. „Það ógnar mjög öryggi vegfarenda þegar ekki er hægt að treysta á fjarskipta-samband. Með gildistöku nýrra laga um fjarskipti er búið að tryggja stjórnvöldum þær lagaheimildir sem þarf til verksins. Nú stendur aðeins eftir framkvæmdin sjálf.“

Fyrsti flutningsmaður er Jakob Frímann Magnússon og sjö aðrir alþingismenn flytja málið með honum.

Öllu níu sveitarfélögum á Vestfjörðum, auk Fjórðungssambands Vestfirðinga var boðið að senda inn umsögn. Aðeins barst umsögn frá Vesturbyggð.

Þar segir:

„Það er mat íbúa Vesturbyggðar að farsímasamband á þjóðveginum frá Búðardal til Bíldudals er orðið óstöðugara
en verið hefur. Það eru langri kaflar á leiðinni sem eru ekki með neinu farsímasambandi. Farsímasamband á Raknadalsheiðinni (á hlíðinni inn Patreksfjörðinn) er t.a.m. takmarkað, en þar er jafnframt mikið ofanflóðahætta. Einnig er farsímasamband á Barðaströndinni verulega takmarkað. Enn fremur er farsímasamband milli Vesturbyggðar og Ísafjarðarbæjar, á Dynjandisheiði, óstöðugt.
Vesturbyggð skorar á stjórnvöld að bæta farsímasamband á sunnanverðum Vestfjörðum sem fyrst.“

DEILA