Súðavík: 7 verkefni fyrir fiskeldisjóð

Kofri ÍS siglir inn í Súðavíkurhöfn. Mynd: Gauti Geirsson.

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur til athugunar að sækja um styrk í Fiskeldisjóð. Auglýst hefur verið eftir umsóknum frá sveitarfélögum og eru til úthlutunar á árinu 2023 kr. 247.700.000.

Fiskeldissjóði er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða, þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum.

Sveitarstjórnin tilgreinir sjö verkefni sem eru til umsóknar. það eru :

Vatnsveita fyrir smábátahöfn.
Rafmagnstengingar fyrir smábátahöfn.
Vottun hafnar og lokun við norðurgarð.
Geymslusvæðið – rafmagn, lýsing og myndvél.
Lenging viðlegukants.
Bílastæði við höfn vegna Sea Angling í tengslum við sóttvarnarhólf á höfn.
Raforkutengingar í Djúpi.

DEILA