Súðavík: 28 ár frá snjóflóðunum – 14 fórust

Súðavíkurkirkja. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í dag eru rétt 28 ár frá snjóflóðunum í Súðavík þar sem fjórtán manns fórust. Fyrsta flóðið tók með sér 15 íbúðarhús.  Í húsunum voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn, en 12 manns tókst að bjarga. Snjóflóðið var 200 metra breitt og eyðilagði 11 hús við Túngötu, 3 við Nesveg og eitt hús við Njarðarbraut.

Að kvöldi 16. janúar féll annað snjóflóð á byggðina úr Traðargili og tók með sér þrjú íbúðarhús en ekki varð manntjón.

Sunnudaginn 18. desember sama vetur féll þriðja snjóflóðið, það annað úr Traðargili og eyðilagði bæinn Saura en aldraður einbúi bjargaðist lifandi úr flóðinu.

Foráttuveður var á Vestfjörðum og afar erfitt um allt hjálparstarf. Það voru engu að síður margir sem lögðu mikið á sig og unnu kraftaverk við björgunarstarfið. Þessir dagar líða Vestfirðingum og landsmönnum öllum seint úr minni.

DEILA