Reykhólar: mál Tryggva Harðarsonar fellt niður

Tryggvi Harðarson, fyrrv. sveitarstjóri Reykhólahrepps.

Í héraðsdómi Vesturlands var í gær tekið fyrir mál Tryggva Harðarsonar fyrrverandi sveitarstjóra gegn Reykhólahreppi. 
Í fyrirtökunni fór Tryggvi fram á að málið yrði fellt niður og samþykkti sveitarfélagið þá beiðni. 
Rekstri málsins fyrir dómstólnum er því lokið.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykhólahrepps.

Tryggvi Harðarson var ráðinn sveitarstjóri í september 2018 og sagt upp störfum í apríl 2020.

Uppgefin ástæða var ólík sýn sveitarstjórnar og Tryggva á  verkefnin.  Ágreiningur var um uppsögnina og voru fjórir sveitarstjórnarmenn sem stóðu að uppsögninni  en einn þeirra, Ingimar Ingimarsson fyrrverandi oddviti, greiddi atkvæði gegn og taldi hana lögleysu.

Í nóvember 2020 stefndi Tryggvi Reykhólahreppi og krafðist þess að fái greidd laun út kjörtímabilið til ágústloka 2022. Gerð var að auki krafa um tveggja milljón króna miskabætur. Samtals var krafan um 30 milljónir króna auk vaxta.

Beðið var úrslita í öðru máli, fyrrv. sveitarstjóra í Borgarbyggð gegn sveitarfélaginu en honum hafði verið sagt upp störfum. Gerð var krafa um laun út kjörtímabilið. Því máli lauk fyrir Landsrétti í nóvember 2022. Sú uppsögn var talin lögmæt og hvorki dæmt fjártjón né miskabætur.

DEILA