Patrekshöfn: 404 tonn í desember

Vestri BA í Patrekshöfn. Mynd: Patrekshöfn.

Alls var landað 404 tonnum af bolfiski í Patrekshöfn í desember síðastliðinn.

Vestri BA var á botnvörpu og aflaði 192 tonna í 4 veiðiferðum. Þrír bátar voru á línu og veiddu samtals 212 tonn.

Núpur BA fór fjórar veiðiferðir í mánuðinum og kom með 186 tonn. Tveir minni bátar voru á línuveiðum , Agnar BA landaði 21 tonni og Sindri BA 5 tonnum.

6.000 tonn í 1.999 löndunum

Í samantekt hafnarvarðanna á Patreksfirði um aflann á síðasta ári kemur fram að alls kom að landi 5.956 tonn í 1.999 löndunum. Mest var veitt á línu 2.467 tonn og næst á handfæri 1.462 tonn. Í dragnót veiddust 979 tonn og 857 tonn í botnvörpu. Þá veiddust 184 tonn í grásleppunet og 4 tonn á sjóstöng.

DEILA