Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Vestfjörðum hefur aflýst hættustigi Almannavarna vegna krapaflóðs sem féll á Patreksfirði fyrr í dag. Hættustigið var sett á þar sem verið var að meta stöðu mála og ekki var hægt að útiloka frekari flóð.
Áfram verður svæðið vaktað en búið er að aflétta lokun á svæðinu. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið árið 1983, en var mun minna í umfangi.
Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð sem var virkjuð vegna flóðsins, hefur nú lokið störfum.
Verðurspár gera ráð fyrir að það dragi úr úrkomu upp úr hádegi.