Náttúrustofa Vestfjarða: nýr líffræðingur ráðinn

Nýr líffræðingur hefur verið ráðinn til starfa við Náttúrustofu Vestfjarða. Starfið var auglýst án staðsetningar við ákveðna starfsstöð stofunnar.
Fimmtán sóttu um starfið og ræddi forstöðumaður við 8 umsækjendur. Vildu þeir allir starfa við stöðina í Bolungarvík.
Forstöðumaður hefur ákveðið að ráða Aron Óli Lúðvíksson líffræðing. Hann mun hefja störf um miðjan janúar n.k.

Sigurður Halldór Árnason er forstöðumaður Náttúrustofunnar. Níu starfsmenn eru við stofnunina.

Uppfært kl 13:00. Samkvæmt upplýsingum frá Náttúrustofu Vestfjarða gekk ráðningin til baka og var Ingrid Bobekova ráðin í starfið, en hún útskrifaðist nýlega úr Háskólasetri Vestfjarða með masters gráðu í Haf-og Strandsvæðastjórnun. Í náminu sérhæfði Ingrid sig í fuglarannsóknum þar sem hún rannsakaði búsvæðisnotkun tjalds unga og hvernig það tengist atferli þeirra. Leiðbeinandi hennar í masters náminu var líffræðingurinn Veronica Mendez, Ph.D. Ingrid byrjaði hjá Náttúrustofuni 9. janúar 2023.

DEILA