Á Vestfjörðum voru 236 færri búsettir 1.1. 2021 samkvæmt manntali en samkvæmt tölum Þjóðskrár. Á landinu öllu munaði 9.669 manns ´þessum tveimur skrám.
Samkvæmt þjóðskrá voru 368.791 með lögheimili á Íslandi þann 1. janúar 2021 en samkvæmt manntali voru þeir 359.122.
Þesssar upplýsingar koma fram á Alþingi í svari forsætisráðherra við fyrirspurn frá Jóhanni Friðriki Friðrikssyni um skekkju í mannfjölda samkvæmt þjóðskrá. Svörin byggjst á upplýsingum frá Hagstofu Íslands og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Mestu um einstaklinga sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutninga til Þjóðskrár Íslands. Því eru þessir einstaklingar með skráð lögheimili á Íslandi en hafa í raun ekki fasta búsetu á landinu. Talið er að svo sé háttað um 7.701 einstakling.
Á Vestfjörðum gefur manntalið lægri íbúatöku í öllum sveitarfélögum nema Reykhólahreppi, en þar eru 13 fleiri einstaklingar skv. manntalinu en skv. gögnun Hagstofu Íslands. Mestu munar í Ísafjarðarbæ eða 97. Í Bolungavík er munurinn 48, Vesturbyggð 41 og í Strandabyggð 31.