Leikskóli: kostn 3,3 m.kr. og þjónustugjöld standa undir 11% kostnaðar

Frá Patreksfirði. Leikskólinn Araklettur.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út tölur um kostnað við rekstur leikskóla árið 2021. Kostnaðurinn er umreiknaður í heildagsígildi leikskólabarna. Um er að ræða beinan rekstrarkostnað á leikskóla sveitarfélaga. Miðlægur kostnaður t.d. vegna skólaskrifstofa er ekki meðtalinn.

Heildarkostnaður sveitarfélaganna varð 53,1 milljarður króna og tekjur 5,8 milljarður króna. Fjöldi leikskólabarna jafngildir 16.132 heildagsígildum og stöðugildi starfsmanna voru 5.101. Meðaltalskostnaður á hvert heildagsígildi varð 3,3 m.kr. og stóðu þjónustutekjur undir 11% af kostnaðinum en 89% var greiddur úr sveitarsjóði.

Hlutur þjónustugjalda var 28% af kostnaði árið 2004 og hefur því lækkað um 17% á 17 árum. Það samsvarar nærri 600 þúsund krónum á hvert heildagsígildi leikskólabarns.

Araklettur ódýrastur og Grænigarður dýrastur

Á Vestfjörðum eru 11 leikskólar í samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir 2021. Ódýrastur er Araklettur á Patreksfirði. Þar eru 56 heildagsígildi og kostaði hvert þeirra 2,4 m.kr. Það er 28% lægra en landsmeðaltalið. Dýrastur er leikskólinn Grænigarður á Ísafirði. Þar voru 11 heildagsígildi og kostaði hvert þeirra 5,6 m.kr. Fast á hæla Grænagarðs var leikskólinn Hólabær á Reykhólum. Þar voru 9 heildagsígildi sem hvert kostaði 5,5 m.kr.

Þriðji dýrasti leikskólinn var í Strandabyggð. Lækjarbrekka kostaði 4,5 m.kr. hvert heildagsígildi og þar voru 25 pláss. þá kemur Tjarnarbær í Ísafjarðarbæ kostaði 4 m.kr. hvert heildagsígildi og þau voru 17. Næst var Tjarnarbrekka í Vesturbyggð sem kostaði 3,8 m.kr. og þar voru plássin 9.

Glaðheimar í Bolungavík, Laufás og Sólborg í Ísafjarðarbæ, Vindheimar í Tálknafirði og Kofrasel í Súðavík kostuðu á bilinu 3,3 – 3,6 m.kr. hvert heildagsígildi og voru þar með með svipaðan kostnað og landsmeðaltalið.

Bent er á í úttektinni að margvíslegar ástæður geti orsakað mun á lykiltölum eftir skólum og/eða sveitarfélögum.

DEILA