Langi Botn: Vegagerðin greiddi 13,1 m.kr.

Geirþjófsfjörður 11. okt. 2008. Mynd: Níels Ársælsson.

Eins og fram kom í frétt Bæjarins besta í gær hefur Vegagerðin keypt 375.828 fermetra land úr jörðinni Langi Botn í Geirþjófsfirði. Eru kaupin vegna lagningu nýs vegar um Dynjandisheiði og kaupir Vegagerðin 40 metra breiða spildu sem er liðlega 9 km löng. Seljandi er eigandi Langa Botns, fyrirtækið Eyjavinir ehf. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er kaupverðið 13,1 m.kr. sem gerir um 35 kr. hver fermetri.

Fram kemur einnig í svarinu að ekki séu áform um vegalagningu til Geirþjófsfjarðar.

DEILA