Krapaflóð féll á Patreksfirði – hættustig

Patreksfjörður. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Vestfjörðum lýsti áðan yfir hættustigi Almannavarna vegna  krapaflóðs sem féll fyrr í dag.

Krapaflóð féll í dag á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag.   Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu. Flóðið féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983 en er mun minna í umfangi.

Lítill snjór er í fjallinu fyrir ofan bæinn en mikil rigning.   Verið er að meta stöðuna og því hefur svæðinu verið lokað.  Íbúar er beðnir um að halda sér fjarri farvegi flóðsins þar sem ekki er hægt að útiloka frekari flóð.   Ekki er talin þörf á rýmingu eins og staðan er núna.

Búið er að virkja Samhæfingarstöð í Skógarhlíð og búið er að lýsa yfir hættustigi Almannavarna á Patreksfirði.

DEILA