Íslenskunámskeið B2 við Háskólasetur Vestfjarða

Mig langar til að vekja athygli á þessu íslenskunámskeiði okkar á stigi B2 í Háskólasetri Vestfjarða í apríl: https://www.uw.is/icelandic_courses/advanced_b2/

Kannski þekkið þið fólk sem hefði áhuga á þessu og tíma til að taka þátt. Þetta er stíft og tímafrekt námskeið.

Námskeiðið fer eingöngu fram á íslensku og miðast við að auka orðaforða sem og að vera í aðstæðum þar sem maður kemst ekki upp með að nota ekki málið (að skipta yfir í ensku). Málfræði spilar ekki stóra rullu í námskeiðinu. Við notum Ísafjörð og smæð bæjarins til að hitta fólk, heimsækja mismunandi stofnanir og fyrirtæki og fáum kynningu á starfsemi þeirra á íslensku. Heimsóknir fáum við einnig auk þess sem við horfum á íslenskar kvikmyndir. Alltaf verður farið yfir orðaforða og verkefni unnin upp úr honum, munnleg sem skrifleg. 

Í viðhengi má svo sjá stundatöfluna eins og hún var í fyrra.

Svo er svo auðvitað stór, stór plús að um þetta leyti er skíðavikan í fullum gangi svo og tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður. Það er ekki amalegt!

Þið megið endilega láta þetta ganga sem víðast

Með fyrirfram þökk.

Ólafur Guðsteinn

DEILA