Ísafjörður: golfkennsla í janúar

Frá golfi á Ísafirði. Mynd: Benedikt Hermannsson.

Þrátt fyrir að langt sé í upphaf golftímabilsins þá er vel hugað að undirbúningi fyrir næsta golfsumar hjá Golfklúbbi Ísafjarðar.  Félagið stendur nú fyrir námskeiði fyrir byrjendur sem og lengra komna undir handleiðslu golfkennaranemans Viktors Páls Magnússonar.  Þeir byrjendur og nýliðar sem munu skrá sig munu frá kennslu og sýningu á herminn sem hefur nú verið í notkun um árabil.  Þannig geta þau haldið sér við á meðan að beðið eftir því að hægt sé að spila utandyra.

Viktor, golfkennaraneminn er búsettur á Flateyri og starfar það við kennslu í grunnskólanum og nær nú að kenna golf samhliða námi sínu og öðrum störfum.  Viktor er góður kylfingur sem keppti á stigamótaröðum unglinga á sínum yngri árum.  Golfklúbbur Ísafjarðar hefur komið sér upp ágætis inni aðstöðu þar sem hægt er að æfa pútt, stutta spilið og spila í golfhermi.  Það stendur til að efla félagsstarfið enn frekar og er þetta liður í því.  Einnig verður markvisst unnið að eflingu barna- og unglingastarfs enda golfið fyrirtaks íþrótt fyrir alla fjölskylduna.

Æfingarnar verða :

20-21 Janúar

4-5 Febrúar

25-26 Febrúar

11-12 Mars

25-26 Mars

15-16 Apríl

29-30 Apríl

Skráning í gegnum þennan hlekk : Skráning

DEILA