Ísafjarðarbær: velferðarsvið 31 m.kr. undir áætlun

Launakostnaður velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar varð á síðasta ári 656 m.kr. og 31 m.kr. undir fjárhagsáætlun áætlun eða um 4,5%. mestu munaði um að stuðningsþjónusta varð 14 m.kr. undir áætlun. Í skýringum í minnisbaði deildarstjóra launadeildar segir að ekki hafi gengið að ráða í öll stöðugildi og eftirspurn eftir þjónustu var minni en gert var ráð fyrir. Þá varð launakostnaður við skammtímavistun 12 m.kr. minni en áætlun ársins eða aðeins 54% af áætluninni. Ekki var ráðið í öll stöðugildi. Eftirspurn eftir þjónustu minni en gert var ráð fyrir segir í minnisblaðinu. Launakostnaður við dagdeild aldraðra, Ísafirði varð 17 m.kr. í stað 27 m.kr. sem áætlað var. Í skýringum segir að ekki hafi verið ráðið í öll þau stöðugildi sem ráðgert var.

Heildarlaunakostaður fyrir árið 2022 hjá Isafjarðarbæ nam 3.221 milljónum króna. samanborið við áætlun upp á 3.297 milljónir kr. Launakostnaður varð því 75,7 m.kr. undir áætlun eða 2,3%.

DEILA